Hækka lyf um 5.000%

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceuticals keypt réttinn á framleiðslu lyfsins Daraprim og ákveðið að hækka verðið á lyfinu, sem meðal annars er notað er til að meðhöndla sjúklinga með mjög veikt ónæmiskerfi, um 5.000%. Gróðinn verður að sögn framkvæmdastjórans notað til að fjármagna þróun á nýjum lyfjum.

Skammtur sem kostaði áður 13.5 dollara, eða sem samsvarar 1.722 íslenskum krónum. Í dag kostar skammturinn aftur á móti 750 dollara, eða rúmar 95 þúsund íslenskar krónar.

Um einn dollara kostar að framleiða skammtinn en framkvæmdastjórinn segir í því felist ekki kostnaður við markaðssetningu. Lyfið hefur verið notað í 62 ár og er það til að mynda notað af fólki með alnæmi.

Ákvörðun Martins Shkreli hefur mætt mikilli gagnrýni og hafa nokkur hagsmunasamtök hvatt hann til að draga ákvörðun sína til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert