Glæpagengi upprætt í Vín

Heróín er banvænt eiturlyf
Heróín er banvænt eiturlyf AFP

Lögreglan í Vín hefur handtekið átján liðsmenn serbnesks glæpahrings og lagt hald á mikið magn eiturlyfja.

Eiturlyfin fundust við húsleit en alls var lagt hald á 3,9 kg af heróíni, 4,5 kg af amfetamíni, 5.200 e-töflur, 550 grömm af kókaíni og 39 kg af íblöndunarefnum sem notuð eru til þess að drýgja eiturlyfin. Jafnframt var lagt hald á þrjár byssur og 60 þúsund evrur í reiðufé. 

Að sögn talsmanns lögreglunnar hófst rannsókn málsins haustið 2014 þegar eftirlit hófst með nokkrum Serbum og mönnum frá Makedóníu. Eiturlyfin voru geymd í nokkrum íbúðum víðsvegar í Vínarborg. Götuverð á heróíni er 35-40 evrur grammið í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka