Fyrirsæta kærir Bill Cosby

Bill Cosby.
Bill Cosby. AFP

Fyrirsæta hefur bært bandaríska leikarann Bill Cosby fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega á Playboy setrinu í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2008 þegar hún var 17 ára gömul. Fyrirsætan, Chloe Goins, segir að Cosby hafi byrlað sér lyf og síðan nauðgað henni.

Fjallað er um málið á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en Goins bætist þar með í hóp tuga kvenna sem hafa undanfarna mánuði sakað Cosby, sem er 78 ára gamall, um kynferðisbrot sem ná áratugi aftur í tímann. Hún fer fram á 75 þúsund dollara í miskabætur eða sem nemur tæpri 9,5 milljón króna.

Cosby mun mæta fyrir dóm á föstudaginn vegna annars máls sem Judy Huth hefur höfðað gegn honum en hún hefur sakað leikarann um nauðgun á Playboy setrinu árið 1974 þegar hún var 15 ára gömul. Cosby hefur neitað því að hafa neuðgað Huth.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert