Segja Playmo-kallinn ekki þræl

Hér má sjá Playmo-kallinn umtalaða.
Hér má sjá Playmo-kallinn umtalaða. Af Facebook

Leikfangaframleiðandinn Playmobil hefur neitað fyrir það að leikfangasett úr smiðju fyrirtækisins innihaldi „rasíska“ persónu í hlutverki þræls. The Telegraph segir frá þessu.

Ida Lockett frá Kaliforniu ríki hjálpaði syni sínum að setja saman sjónræningjaskip frá Playmobil eftir að hann fékk það í gjöf. Það sem kom Lockett á óvart var að með skipinu fylgdu leiðbeiningar um hvernig ætti að festa silfurlitaða hálsól á svarta persónu. Svarti Playmobil kallinn er berfættur og klæðist tættum fötum. Á skipinu er einnig herbergi sem virðist vera dýflissa.

„Þetta eru klárlega kynþáttafordómar,“ sagði Lockett í samtali við CBS á svæðinu. „Leikfangið sagði syni mínum að setja hálsól í kringum hálf svartrar persónu og leika sér síðan með það.“

Frænka drengsins sem keypti skipið handa honum gagnrýndi Playmobil á Facebook síðu fyrirtækisins.

„Þegar ég skoðaði leikföngin ykkar í búðinni var þetta það eina sem var með svartri persónu og þess vegna keypti ég þetta skip. Ég sá það samt ekki á kassanum á hversu særandi hátt svarta persónan er notuð. Hverjum hefði dottið þetta í hug árið 2015?“ skrifaði hún á Facebook.

Aðrir viðskiptavinir Playmobil hafa tekið í sama streng, bæði á Facebook síðu fyrirtækisins og á heimasíðu Toys R Us í Bretlandi.

Playmobil hefur þó neitað fyrir það að leikfangasettið sé særandi. Að mati fyrirtækisins er það „sögulegt“ og eigi að sýna lifnaðarhætti á skipi á 17. Öld. „Ef þú horfir á boxið sérðu að hann er klárlega meðlimur áhafnarinnar á sjóræningjaskipinu, ekki fangi,“ segir í yfirlýsingu þýska fyrirtækisins. „Persónan átti að tákna sjóræningja sem er fyrrum þræll í sögulegu samhengi. Það var ekki okkar ætlun að særa neinn.“

Þræll eða ekki?
Þræll eða ekki? Af Facebook
Af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert