Háskólinn í Lundi opnar á ný

Háskólinn í Lundi í Svíþjóð.
Háskólinn í Lundi í Svíþjóð. Wikipedia

Háskólinn í Lundi verður opnaður á ný á morgun, þriðjudag, eftir að hafa verið lokaður í allan dag sökum hótunnar.

Fjöldi nemenda hafði samband við lögreglu vegna hótunarinnar sem var send nafnlaust í gegnum samskiptaforritið Jodel í gærkvöldi. Var ákveðið að loka skólanum og sátu því um 60 þúsund nemendur og kennarar heima.

„Sum ykkar eru í lagi. Ekki fara í skólann á morgun ef þú ert í Lundi. Fylgstu með fréttunum í fyrramálið. Heyrumst síðar, jodlarar,“ sagði í hótuninni.

Fleiri skólum í Svíþjóð var lokað í dag vegna sambærilegra hótanna og segir Jonas Andersson, fjölmiðlafulltrúi háskólans í Lundi að lögreglan meti það sem svo að hótuninni fylgi minni hætta þar sem hún var ekki stök.

„Lögreglan hefur dæmt það sem svo að nú sé ekki sama hættan á ferðum lengur. Í morgun verður allt komið í gang eins og vanalega. Nemendurnir eru velkomnir núna í eftirmiðdaginn ef þeir vilja,“ sagði Susanne Kristensson, rekstrarstjóri háskólans við SVT.

Lögreglan telur sig vita frá hvaða landsvæði hótunin barst og segir hana ekki hafa komið frá Lundi. Sama hótun barst mörgum öðrum skólum víða um landið.

Fréttir mbl.is:

Loka fleiri skólum vegna hótana

Lok­un­in veld­ur óþæg­ind­um

Skólinn lokaður vegna hótunnar

Námsmenn uggandi vegna hótunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert