Skaut námsmann fyrir slysni

Veiðar eru vinsælt sport í Frakklandi
Veiðar eru vinsælt sport í Frakklandi AFP

Tvítugur námsmaður var skotinn til bana af slysni af veiðimanni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn en veiðimaðurinn hélt að námsmaðurinn, sem var í gönguferð í skóglendi skammt frá Grenoble, væri dádýr.

Námsmaðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum en slys af þessu tagi eru ekki óalgeng á veiðitímabilinu í Frakklandi. Mjög er þrýst á stjórnvöld að leggja bann við veiðum á sunnudögum þegar fjölmargir leggja leið sína út á land og njóta náttúrunnar.

Að sögn saksóknara, Jean-Yves Coquillat, var ungi maðurinn brúnklæddur og hélt veiðimaðurinn, sem er rúmlega sextugur, að þar væri dádýr á ferð. Veiðimaðurinn verður væntanlega ákærður fyrir manndráp.

Í fyrra létust sextán manns við sviplegar aðstæður sem þessar í Frakklandi en oft eru það veiðimenn sem liggja í valnum. Skotveiðar eru mjög vinsælar í Frakklandi og er talið að 1,2 milljónir fari á veiðar reglulega.

Hind
Hind AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert