Vilja afnema píkuskatt

Túrtappar, dömubindi og aðrar slíkar hreinlætisvörur fyrir konur eru með …
Túrtappar, dömubindi og aðrar slíkar hreinlætisvörur fyrir konur eru með virðisaukaskatti í Bretlandi. Þingmenn kalla það píkuskatt og vilja afnema hann að fullu. Mynd/Wikipedia

Bretar munu hvetja til þess að Evrópusambandið og aðildarlönd þess hætti að skattleggja túrtappa og aðrar hreinlætisvörur fyrir konur sem lúxusvörur, en ekki nauðsynjavörur. Þetta segir David Gauke, vara fjármálaráðherra í Bretlandi.

Ummæli hans komu eftir að undirskriftasöfnun fór í gang undir heitinu „hættum að skattleggja blæðingar.“ (Á ensku er um skemmtilegan orðaleik að ræða - „Stop taxing periods. Period.“) Söfnuðust 252 þúsund undirskriftir og umræður á þinginu sýndu að mikill stuðningur var við þessar hugmyndir og að gera þessar vörur undanþegnar virðisaukaskatti.

Þingkona Verkamannaflokksins, Paula Sherriff, orðaði það svo að virðisaukaskattur (e. VAT) væri í raun píkuskattur (e. vagina added tax). „Skattur á konur, klárt og augljóst,“ sagði Sherriff.

Gauke sagði í framhaldinu að hann myndi vinna málinu stuðnings hjá Evrópusambandinu.

Í dag eru dömubindi, túrtappar og aðrar slíkar hreinlætisvörur með 5% virðisaukaskatti. Ekki er hægt að lækka hlutfallið án samþykkis frá hinum 28 aðildarríkjum sambandsins. Árið 2000 var skatturinn lækkaður úr 17,5%, en reglur Evrópusambandsins bönnuðu að skatturinn væri alveg afnuminn.

Fyrr í þessum mánuði lækkuðu Frakkar virðisaukaskatt á slíkar vörur úr 20% niður í 5,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert