Vitorðsmanns enn leitað

Lögreglumenn í stjórnstöð aðgerða í kjölfar árásanna á óbreytta borgara …
Lögreglumenn í stjórnstöð aðgerða í kjölfar árásanna á óbreytta borgara í París á föstudag. AFP

Lögregla leitar enn eins þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkunum á föstudag. BFM TV vísar í heimildamann hjá lögreglu. Sá segir franskan ríkisborgara sem leigði Volkswagen Polo sem sást utan við Bataclan-tónleikahöllina „ekki vera á meðal árásarmannanna sjö sem eru látnir eða mannanna sem hafa verið handteknir í Belgíu enn sem komið er“.

Sagði miðillinn þrjá menn hafa verið stöðvaða á landamærunum við Belgíu í bílnum á laugardagskvöld en þar sem þeir voru þá ekki enn eftirlýstir hafi þeim verið leyft að halda áfram – að því er talið er til Molenbeek, úthverfisins í Brussel þar sem átta hafa verið handteknir síðan á laugardag, þar af fimm nú í morgun.

Ekki er vitað hvort maðurinn sem leigði bílinn tók þátt í árásunum með beinum hætti eða var vitorðsmaður en ljóst er að nafn hans er ekki á meðal þeirra sem hafa verið handteknir enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert