Nú eru eftir þrír...

Nola
Nola Af Facebooksíðu dýragarðsins

Afar sjaldgæfur nashyrningur drapst í gær í dýragarðinum í San Diego. Um er að ræða kvendýr, eitt fjögurra dýra af þessari tegund sem til eru á jörðinni.

Dýrið sem drapst var 41 árs kvendýr sem hét Nola. Samkvæmt upplýsingum úr dýragarðinum bar dauða hennar brátt að. Nola hafði verið í dýragarðinum síðan árið 1989. Fyrir rúmri viku fór hún í skurðaðgerð en í kjölfarið hætti hún að éta og drapst síðan í gær. 

 Nola var af Ceratotherium simum cottoni ætt, afar sjaldgæf tegund hvítra nashyrninga sem á uppruna sinn í Afríku. Dýrin þrjú sem enn eru á lífi eru öll í Kenía.

Facebooksíða dýragarðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert