Sprengjuvesti í ruslatunnu

Frá vettvangi í kvöld. Búnaðurinn sem talinn er vera sprengjubelti …
Frá vettvangi í kvöld. Búnaðurinn sem talinn er vera sprengjubelti fannst í Montrouge, rétt sunnan við París. AFP

Útbúnaður sem virðist vera sprengjubelti fannst í ruslatunnu í bænum Montrouge, suður af París, fyrr í kvöld, en lögreglan hefur nú lokað nærliggjandi götum og er að rannsaka beltið. Heimildarmaður Reuters sem tengist rannsókninni segir að útbúnaðurinn líti út eins og sprengjubelti. Lögreglan hefur ekki staðfest neitt í tengslum við málið enn þá. 

Enn er einn hinna grunuðu hryðjuverkamannanna sem létu til skarar skríða í París fyrir 10 dögum síðan ófundinn. Eftir árásirnar lét maðurinn, Salah Abdeslam, tvo vini sína frá Belgíu sækja sig yfir til Frakklands, en hann var talinn hafa tengst skotárásum á veitingastöðum í borginni. 

Sími hans var þann 13. nóvember miðaður út í gegnum símaloftnet í Chatillon í suðurhluta París, ekki langt frá Montrouge. Hefur fundurinn ýtt enn frekar undir tilgátur þess efnis að Abdeslam hafi hætt við árásina á síðustu stundu og flúið í burtu.

Saleh Abdeslam
Saleh Abdeslam AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert