Drepinn í fallhlíf sinni

Vélin var af gerðinni Sukhoi Su-24.
Vélin var af gerðinni Sukhoi Su-24. AFP

Staðfest er að annar tveggja flugmanna sem voru í rússnesku orrustuþotunni, sem skotin var niður af Tyrkjum fyrr í dag, er látinn. Maðurinn var drepinn í fallhlíf sinni á leið til jarðar en báðir flugmenn skutu sér út úr vélinni áður en hún brotlenti.

Fréttaveita AFP greinir frá því að annar flugmanna vélarinnar hafi verið drepinn í skothríð sem barst frá jörðu skömmu eftir að hann skaut sér út úr brennandi flugvél sinni.

„Flugvélin brotlenti innan Sýrlands, fjórum kílómetrum frá landamærunum. Áhöfnin skaut sér út. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum lést annar flugmannanna eftir að skotið var á hann frá jörðu,“ hefur AFP eftir Sergei Rudskoi hershöfðingja.

Rúss­nesk yf­ir­völd segja að flug­vél­in hafi ekki rofið loft­helgi Tyrk­lands líkt og tyrk­nesk yf­ir­völd halda fram. Yf­ir­stjórn tyrk­neska hers­ins seg­ir að flug­menn F-16 orr­ustu­vél­ar hafi skotið flugvél­ina niður eft­ir að hafa ít­rekað varað flug­menn henn­ar við því að þeir væru komn­ir inn í lofthelgi Tyrk­lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert