Flóttamenn í stað ferðamanna

Skemmtiferðaskip gætu hýst flóttamenn í Svíþjóð á næstu mánuðum.
Skemmtiferðaskip gætu hýst flóttamenn í Svíþjóð á næstu mánuðum. mbl.is/ Eggert

Flóttafólk gæti verið hýst í sænskum skemmtiferðaskipum. Þessi hugmynd hefur komið upp í Svíþjóð sökum húsnæðisskorts.

Frá þessu greinir The Local.

Willis Åberg, húsnæðisstjóri innflytjendastofnunnar Svíþjóðar segir mörg fyrirtæki hafa haft samband við stofnunina til að bjóða fram skip sín. 

„Ég geri ráð fyrir að skemmtiferðaskip geti séð þúsundum flóttafólks fyrir húsaskjóli,“ sagði Åberg.

„Þessi skip gætu verið almennilegt húsnæði þar sem hælisleiteindur geta verið í gegnum tímabil rannsókna sem er yfirleitt u.þ.b. eitt ár.“

Áætlunin er að skipin verði í stórum höfnum s.s. í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. Vonast er til þess að fyrsta flóttafólkið geti flutt inn í skipin von bráðar.

„Ég er bjartsýnn á að fyrsta skipið verði tilbúið fyrir jól.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka