Mótmælir því að samkynhneigð sé geðröskun

Qiu Bai mætti fyrir dómara með mál sitt í dag.
Qiu Bai mætti fyrir dómara með mál sitt í dag. AFP

Kínversk lesbía hefur kært stjórnvöld fyrir námsefni sem kennt er í skólum en þar kemur fram að samkynhneigð sé geðröskun. 

Qiu Bai, 21 árs nemi við Sun Yat-sen háskólann í Guangzhou höfðar málið gegn menntamálaráðuneytinu og krefst þess að fá textanum breytt og að fá upplýsingar um hvernig staðið verði að því. Árið 1997 var samkynhneigð ekki lengur skilgreind sem saknæmt athæfi í Kína og fjórum árum síðar var samkynhneigð tekin af skrá yfir geðsjúkdóma í Kína.

Bókin sem Qui vísar til er frá árinu 2015 og gefin út af Renmin-háskólanum og dreift til námsmanna um allt land. Þar kemur fram að algengasta frávikið frá eðlilegri kynhneigð sé samkynhneigð en síðan eru fleiri tegundir kynhneigðar tilgreindar, svo sem transfólki, sadismi o.fl.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert