Rubik-kubburinn á innan við 5 sekúndum

Rubik kubburinn
Rubik kubburinn

Lucas Etter, fjórtán ára leysti Rubik kubbinn á 4,9 sekúndum og hefur þar með bætt heimsmetið um 0,35 sekúndur, samkvæmt staðfestingu frá World Cube Association.

Lucas Etter tók þátt í River Hill Fall keppninni í Maryland á laugardag þegar honum tókst að leysa þrautina á 4,9 sekúndum, samkvæmt frétt Guardian.

Fyrri metið átti annar unglingur, Collin Burns, en aðeins sjö mánuðir eru síðan hann setti metið, 5,25 sekúndur í keppninni í Doylestown í apríl.

Kubb þennan ættu margir að kannast við, afar erfið þraut sem felst í því að ná einum lit á allar hliðar kubbsins. Kubbinn bjó Erno nokkur Rubik til, ungverskur skúlptúristi og prófessor í byggingarlist árið 1974.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert