Tveir særðust í gíslatöku

25.000 manns búa í Neenah.
25.000 manns búa í Neenah. Af Wikipedia

Aðgerðum lögreglu fyrir utan mótorhjólaverkstæði í Neenah í Wisconsin en fyrr í dag tók maður þar fólk í gistingu. Tveir særðust í gíslatökunni, þar af einn lögreglumaður. Hús og verslanir í nágrenni verkstæðisins voru rýmd enda var maðurinn vopnaður.

Á blaðamannafundi lýsti lögreglustjórinn Kevin Wilkinson því yfir að ekki væri lengur hætta á ferðum. Hann gaf ekki upp upplýsingar um handtökur vegna málsins en fjölmiðlar á svæðinu greindu ýmist frá því að einn eða tveir hefðu verið handteknir.

Að sögn Wilkinson er lögreglumaðurinn ekki alvarlega særður en vissi ekki um ástand hins aðilans.

Um 25 þúsund manns búa í Neenah sem stendur í um 160 km fjarlægð frá borginni Milwaukee.

Frétt Reuters. 

Fyrri frétt mbl.is: Gíslatökumaður handtekinn í Wisconsin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert