Þjóðfylkingin leiðir í Frakklandi

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, var að vonum ánægð þegar …
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, var að vonum ánægð þegar hún fékk að heyra fyrstu tölur. AFP

Þjóðfylking Marine Le Pen virðist hafa unnið góðan sigur í fyrstu umferð héraðskosninganna í Frakklandi. Flokkurinn er með leiðir í 6 af 13 héruðum á meginlandi Frakklands.

Þetta eru fyrstu kosningarnar sem fara fram í landinu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í síðasta mánuði. Þar féllu 130 fyrir hendi vopnaðra manna. 

Lýðræðisflokkur Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta, virðist vera í öðru sæti og Sósíalistaflokkur núverandi forseta, Francois Hollande, í því þriðja.

Útgönguspár benda til þess að Þjóðfylkingin hafi fengið 30,8% atkvæða, UMP hafi fengið 27,2% og Sósíalistaflokkurinn 22,7%, að því er fram kemur á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert