Þrír særðir eftir stunguárás í Lundúnum

AFP

Þrír særðust í stunguárás í Lundúnum í gærkvöldi. Einn maður er alvarlega særður. Árásarmaðurinn hrópaði „Þetta er fyrir Sýrland“ á meðan hann stakk fólkið. Scotland Yard hefur lýst því yfir að málið verði rannsakað sem hryðjuverk en það átti sér stað á Leytonstone lestarstöðinni í austur Lundúnum.

Þetta er fyrsta hryðjuverkaárásin í Bretlandi síðan í maí 2013. Lögregla var kölluð til um klukkan 19 í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um stunguárás. Maðurinn komst undan og á upptöku farsíma má sjá hann hóta öðru fólki rétt áður en lögregla kemur og yfirbugar hann með rafbyssu.

Að sögn sjónarvotta réðst maðurinn á fólk af handahófi. 

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að einn maður hafi særst alvarlega en hann er ekki talinn í lífshættu.

Lögregla hefur beðið alla þá sem eiga upptöku af árásinni að koma fram. Á einni þeirra má sjá stóra blóðpolla við miðasölu stöðvarinnar. Síðan má sjá árásarmanninn nálgast tvo vegfarendur og skera annan þeirra á háls. Augnablikum síðar kemur óeinkennisklæddur lögreglumaður og yfirbugar árásarmanninn með rafbyssu.

Sjúkrabílar voru kallaðir til og fluttu hina særðu á sjúkrahús.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan að loftárásir Breta í Sýrlandi hófust eftir að þær voru samþykktar í breska þinginu.

Frétt The Telegraph. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert