Útiloki Þjóðfylkinguna

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar.
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar. AFP

Francois Hollande, forseti Frakklands, hvetur stjórnmálaflokka landsins til þess að útiloka hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna í kjölfar kosningasigurs hennar í héraðskosningum sem fóru fram um helgina.

Þjóðfylking Marine Le Pen hefur aldrei fengið eins góða kosningu en hún hlaut 28,5% atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Kosið verður aftur á milli flokka sem fengu yfir 10% atkvæða um helgina.

Talsmaður Hollande forseta sagði í dag að allir stjórnmálaleiðtogar landsins þyrftu að vera „skýrir í viðhorfi sínu og hegðun til að verja gildi lýðveldisins“.

Þjóðfylkingin, sem gerir meðal annars út á andúð á innflytjendum, er með forystu í sex héruðum af þrettán, samkvæmt lokatökum frá innanríkisráðuneytinu. Formaður hennar, Marine Le Pen og 25 ára gömul frænka hennar Marion Maréchal-Le Pen náðu þeim sögulega árangri að fá yfir 40% fylgi í þeim héruðum sem þær voru í framboði en þetta þykir til marks um reiði margra Frakka í garð stjórnvalda vegna bágs efnahagsástands og straums flóttafólks til álfunnar sem margir líta á sem ógn gegn öryggi landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert