Segist vera stríðsmaður barna

Robert Lewis Dear
Robert Lewis Dear AFP

Bandaríkjamaður sem er ákærður fyrir að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Plannes Parenthood í Colorado játar sök og segist vera stríðsmaður barna.

„Ég er sekur. Það verða engin réttarhöld. Ég er stríðsmaður fyrir börnin,“ sagði Robert Lewis Dear í réttarsalnum í gær þegar ákæran yfir honum var lesin upp. 

Ákæran er í 179 liðum en hann skaut tvo óbreytta borgara til bana og lögreglumann. Níu særðust í árásinni. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 

„Þið munuð aldrei vita hvað ég sá á heilsugæslunni. Grimmdarverk. Börnin. Það er það sem þeir vilja banna aðgang að,“ sagði Dear í réttarsalnum í gær en á heilsugæslunni eru meðal annars framkvæmdar fóstureyðingar og veittar getnaðarvarnir.

Þau sem létust í árásinni eru 44 ára lögreglumaður, Garrett Swasey, 44, Ke'Arre Stewart, 29 ára fyrrverandi hermaður Bandaríkjahers í Írak og Jennifer Markovsky, 35 ára sem var að fylgja vini á heilsugæslustöðina, samkvæmt frétt BBC.

Hver er Robert Lewis Dear?

Hann er 57 ára gamall eigandi hjólhýsis í Hartsel í Colorado, í um 100 km fjarlægð frá Colorado Springs þar sem árásin var gerð.

Hann á einnig fjallakofa, sem er án rafmagns og rennandi vatns, í Norður-Karólínu. Áður bjó hann í Walterboro í Suður-Karólínu.

Hann er á sakaskrá í Suður- og Norður-Karólínu, meðal annars fyrir slæma meðferð á dýrum.

Nágranni hans í Norður-Karólínu segir að Dear hafi forðast augnsamband við fólk og að hann hafi aldrei minnst á trúarbrögð né fóstureyðingar í samræðum þeirra.

Hann rak listmunaviðskipti og er með námsgráðu í opinberri stjórnsýslu.

Fyrrverandi eiginkona hans, Pamela Ross, segir að hún hafi einu sinni óskað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis af hans hálfu.

Gæti verið dæmdur til dauða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert