69 þýskir lögreglumenn slösuðust

Eldur logaði í Leipzig í gærkvöldi.
Eldur logaði í Leipzig í gærkvöldi. AFP

Alls slösuðust 69 lögreglumenn í átökum við vinstrisinnaða mótmælendur í Leipzig í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Notuðu þeir táragas og brunaslöngur til að hafa stjórn á múgnum.

Að sögn þýsku lögreglunnar skemmdust um fimmtíu lögreglubílar í uppþotunum. Þau hófust eftir að hundruð aðgerðasinna mótmæltu kröfugöngu hægri öfgamanna fyrr um daginn.

Samtals voru 23 vinstrisinnaðir mótmælendur handteknir eftir þeir köstuðu steinum í átt á lögreglumönnum, settu upp vegatálma og kveiktu í ruslatunnum. Einnig voru rúður í verslunum brotnar.  

Lögreglumenn handtaka einn af mótmælendunum.
Lögreglumenn handtaka einn af mótmælendunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert