Þjóðfylkingin beið alls staðar ósigur

Franska Þjóðfylkingin hafði hvergi sigur í annarri umferð héraðskosninganna í Frakklandi í dag samkvæmt fyrsti tölum þrátt fyrir góðan árangur í fyrri umferð kosninganna. Fram kemur í frétt AFP að kjósendur hafi fylkt sér um frambjóðendur annarra flokka til þess að koma í veg fyrir að fulltrúar Þjóðfylkingarinnar næðu kjöri.

Fram kemur í fréttinni að Þjóðfylkingin hafi fengið flest atkvæði í sex af 13 héruðum í fyrri umferðinni. Hins vegar hafi aðrir flokkar tekið sig saman um að halda fulltrúum flokksins frá kjöri. Þannig hafi til að mynda frambjóðandi sósíalista í kjördæmi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, dregið framboð sitt til baka í annarri umferðinni.

Le Pen er hins vegar ekki að baki dottin samkvæmt frétt AFP og sagði við kjósendur í dag að ekkert gæti stöðvað Þjóðfylkinguna úr þessu. Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Vallis, sagði ennfremur í dag að hættan sem stafaði af flokknum væri enn fyrir hendi þrátt fyrir að honum hefði ekki tekist að sigra í héraðskosningunum. Langur vegur væri frá því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert