Umfangsmikið mannrán í eyðimörkinni

mbl.is/Kristinn

Byssumenn rændu að minnsta kosti 26 Katörum sem voru að veiðum í eyðimörk í Írak, skammt frá landamærunum að Sádi Arabíu.

Í frétt BBC um málið kemur fram að árásarmennirnir hafi komið á um 50 fjórhjóladrifnum bílum inn í búðir veiðimannanna í dag. 

Mannránið átti sér stað í Layuah, um 130 km suður af Samawa. Umfangsmikil leit er hafin að mönnunum, er haft eftir lögreglunni í frétt BBC.

Í frétt Reuters kemur fram að veiðimenn frá ríkjum við Persaflóa komi oft á þessar slóðir til veiða. 

Í þetta sinn kom hópurinn á svæðið í fylgt íraskra öryggisvarða en þar sem árásarmennirnir voru yfir 100 talsins gátu þeir ekki varist með vopnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert