Þrjú börn alvarlega slösuð

Björgunarsveitir að störfum eftir að snjóflóðið varð.
Björgunarsveitir að störfum eftir að snjóflóðið varð. AFP

Þrjú börn eru alvarlega slösuð eftir snjóflóðið sem varð í Longyearbæ á Svalbarða í nótt. Fimm fullorðnir slösuðust einnig, en ekki alvarlega. Enn stendur yfir leit að fólki.

Húsin eru á kafi í snjó eftir snjóflóðið á Svalbarða.
Húsin eru á kafi í snjó eftir snjóflóðið á Svalbarða. AFP

Tíu hús skemmdust í flóðinu og eru björgunarsveitir á svæðinu önnum kafnar við að leita að fólki.

Sjúkrahúsið í Longyearbæ óskaði eftir aðstoð frá háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi og voru sendir þaðan læknar og hjúkrunarfræðingar.

Tíu hús skemmdust í snjóflóðinu.
Tíu hús skemmdust í snjóflóðinu. AFP

Alls hafa 37 hús í bænum verið rýmd vegna snjóflóðahættu, samkvæmt Aftenposten

Uppfært kl. 14.24:

Tvö börn og einn fullorðinn slösuðust alvarlega í snjóflóðinu. 

Frétt mbl.is frá því í morgun um snjóflóðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert