Íslendingur í sterkustu deild Evrópu

Stefán Númi í leik með Podsdam Royals í Þýskalandi.
Stefán Númi í leik með Podsdam Royals í Þýskalandi. Ljósmynd/Podsdam Royals

Stefán Númi Stefánsson, atvinnumaður í amerískum fótbolta eða ruðningi, hefur gert samning við svissneska félagið Helvetic Mercenaries, en liðið leikur í ELF-deildinni, þeirri sterkustu í álfunni. Staðfesti Stefán tíðindin við mbl.is í kvöld. 

Félög í Þýskalandi, Spáni, Sviss, Ítalíu, Austurríki, Frakklandi, Ungverjalandi, Póllandi og Tékklandi eru með lið í ELF-deildinni og er henni skipt í Vestur-, Austur- og Miðdeildir áður en úrslitakeppnin tekur við.

Stefán Númi er svo­kallaður hægri tæklari, „right tackle“, en hans hlut­verk er að verja leik­stjórn­and­ann frá varn­ar­mönn­um and­stæðing­anna.

Hann hefur einnig leikið með liðum í Austurríki, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert