Mosfellingar brjálaðir yfir dómgæslunni (myndskeið)

Magnús Már Einarsson var ekki svona glaður í Keflavík í …
Magnús Már Einarsson var ekki svona glaður í Keflavík í gær mbl.is/Óttar Geirsson

Leikmenn og þjálfarateymi Aftureldingar voru afar ósáttir þegar markverði liðsins, Arnari Daða Jóhannessyni, var vikið af velli fyrir brot á Sami Kamel í leik Aftureldingar og Keflavíkur í 1. deild karla í fótbolta í gær.

Arnar fékk boltann til baka frá liðsfélaga sínum Georg Bjarnasyni, en Kamel komst í boltann rétt í þann mund sem Arnar reyndi að sparka frá markinu. Ekki tókst betur til en svo að Arnar sparkaði Kamel niður og réttilega dæmdi Gunnar Oddur Hafliðason, dómari leiksins, vítaspyrnu. 

Úr knattspyrnulögunum
Úr knattspyrnulögunum Skjáskot/ksi.is

Það sem Mosfellingar voru óánægðir með var ekki vítaspyrnan heldur rauða spjaldið sem Gunnar Oddur gaf Arnari Daða en samkvæmt knattspyrnulögunum ber ekki að gefa markverði rautt spjald fyrir að ræna sóknarmann upplögðu marktækifæri en Arnar Daði virtist gera heiðarlega tilraun til að leika boltanum þegar hann braut á Kamel.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, fékk að líta gult spjald fyrir harkaleg mótmæli í hálfleik en atvikið átti sér stað á 25. mínútu. Atvikið má sjá hér að neðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka