Lyngby samþykkir tilboð í Andra Lucas

Andri Lucas er á leið til Belgíu
Andri Lucas er á leið til Belgíu Ljósmynd/Lyngby

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur Gent fengið samþykkt tilboð upp á þrjár milljónir evra í Andra Lucas Guðjohnsen leikmann Lyngby og íslenska landsliðsins.

Fari Andri Lucas til Gent verður hann stærsta sala á leikmanni í sögu Lyngby. Andri Lucas er talinn hafa þegar náð samkomulagi við belgíska liðið.

Lyngby keypti Andra Lucas frá Norrköping í Svíþjóð í apríl en Íslendingurinn hefur verið á láni í Kaupmannahafnarfélaginu á tímabilinu. Andri Lucas er í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Hollandi í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka