Kveikir umræðu um kynþátt og hryðjuverk

Hernám sveitar vopnaðra manna á náttúruverndarsvæði í Oregon og viðbrögð yfirvalda og fjölmiðla við því hefur vakið harðar umræður í Bandaríkjunum. Lögregla hefur enn ekkert aðhafst vegna hópsins og spyrja margir sig hvort að viðbrögðin væru þau sömu ef mennirnir væru svartir eða múslimar.

Flestir, ef ekki allir, liðsmenn vopnuðu sveitarinnar sem sölsaði undir sig alríkisbyggingar um helgina eru hvítir. Þeir eru sagðir ganga um svæðið vopnaðir rifflum og klæddir í hermannabúninga. Talsmenn þeirra segja þá ekki sækjast eftir átökum en þeir séu tilbúnir að láta hart mæta hörðu reyni yfirvöld að fjarlægja þá af svæðinu. Kröfur þeirra eru nokkuð óljósar en virðast fyrst og fremst beinast að því að alríkisstjórnin láti eftir stjórn á náttúruverndarsvæðinu í hendur íbúa.

Notendur samfélagsmiðla hafa bent á tvískinnung yfirvalda og fjölmiðla sem hafa ekki viljað kalla hópinn hryðjuverkamenn. Hópurinn er ýmist kallaður vopnuð sveit (e. militia) eða vopnaðir mótmælendur og mótmæli hans sögð friðsamleg.

Svo virðist sem að aðeins minnihlutahópar og þeir sem eru ekki kristnir geti talist hryðjuverkamenn. Álit margra er að ef hópurinn í Oregon samanstæði af múslimum eða blökkumönnum væri líklega þegar búið að ganga á milli bols og höfuðs á þeim.

Bent er á hversu ólíka meðferð mótmæli á vegum hreyfingarinnar Líf svartra skipta máli (e. Black Lives Matter) gegn ítrekuðum morðum lögreglumanna á svörtum borgurum landsins undanfarin misseri hafi fengið. Sumir fjölmiðlar, sérstaklega á hægri vængnum, hafi ekki hikað við að kalla þá mótmælendur þrjóta, jafnvel þó að þeir hafi verið óvopnaðir, ólíkt hersveitinni í Oregon.

Germán López, blaðamaður Vox, segir að gagnrýnendur telji þó ekki endilega að vopnuðu mennirnir í Oregon eigi að verða fyrir sömu staðlausu ásökununum og svartir og múslimar verða fyrir.

„Umkvörtunin er frekar sú að fjölmiðlar virðast fljótir að fjalla um minnihlutahópa sem ofbeldisfulla en sleppi hópum sem eru að mestu leyti hvítir létt jafnvel þó að þeir séu þungvopnaðir,“ skrifar López.

Fréttaskýring Vox

Grein New York Times

Liðsmenn vopnuðu sveitarinnar á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon.
Liðsmenn vopnuðu sveitarinnar á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Toyota Yaris 2009
Til sölu Toyota Yaris 2009 124,000 Km 850,000 Kr ,eða gott tilboð ? í góðu ...
Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...