Lögreglustjóri Kölnar rekinn

Wolfgang Albers (til vinstri) hefur verið sagt upp störfum.
Wolfgang Albers (til vinstri) hefur verið sagt upp störfum. AFP

Lögreglustjóra Kölnar í Þýskalandi hefur verið sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir röð kynferðisárása á nýársnótt.  

Meira en 120 mál hafa borist lögreglunni vegna árása þessa nótt, þar á meðal tvö nauðgunarmál.

Lögreglan hefur handtekið 31 grunaðan um aðild að árásunum. Af þeim eru 18 hælisleitendur.

Þær voru gerðar þrátt fyrir að fjöldi lögreglumanna hafi verið við störf í Köln á sama tíma. Lögreglumenn hafa viðurkennt að hafa ekkert vitað hvað var í gangi þetta umrædda kvöld.

Lögreglustjórinn, hinn sextugi Wolfgang Albers, neitaði  í upphafi að verða við kröfum um að segja af sér vegna málsins. Þrýstingur á hann hélt áfram að aukast og sagði Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskaland, að lögreglan gæti ekki starfað á þennan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert