Stunginn til bana í afmælisveislu

AFP

Sextán ára piltur var stunginn til bana í afmælisveislu vinkonu sinnar í austurhluta London í gær. Lögreglan var kölluð á vettvang í gærkvöldi en veislan fór fram í Ashton-leikjagarðinum í Woodford.

Í frétt Sky kemur fram að pilturinn hafi verið fluttur á sjúkrahús en þar var hann síðar úrskurðaður látinn.

Um 100 gestir voru í afmælisveislu stúlku sem var að fagna 16 ára afmæli sínu. Lögreglan segir að til átaka hafi komið milli ungra pilta fyrir utan húsnæðið þar sem veislan var haldin. Einn þeirra stakk svo piltinn og flúðu þá hinir af vettvangi.

Enn hefur enginn verið handtekinn en lögreglan lýsir eftir vitnum og upplýsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert