Nýjar refsiaðgerðir gegn Íran

Þota svissneska lofthersins í Genf með bandarísku fangana sem voru …
Þota svissneska lofthersins í Genf með bandarísku fangana sem voru í haldi í Íran. AFP

Bandaríkin og Evrópusambandið afléttu refsiaðgerðum vegna kjarnaorkuáætlanar Írana í gærkvöldi en í dag tilkynntu bandarísk stjórnvöld um nýjar aðgerðir gegn írönskum aðilum á öðrum forsendum. Þrír bandarískir fangar sem voru leystir úr haldi í gær eru lentir í Genf.

Nýju refsiaðgerðirnar beinast gegn eldflaugaáætlun Írana en fimm írönskum ríkisborgunum auk hóps fyrirtækja með höfuðstöðvar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kína hefur verið bætt á svartan lista bandarískra stjórnvalda.

Hvíta húsið hótaði að koma slíkum aðgerðum á í síðasta mánuði en hætti við það eftir að Hassan Rouhani, forseti Írans, gagnrýndi tímasetningar og tilgang þeirra. Þá sagði hann að öllum refsiaðgerðum Bandaríkjanna yrði mætt með mótaðgerðum.

Fjórum bandarísk-írönskum ríkisborgurum var sleppt úr haldi í Íran og sjö Írönum í Bandaríkjunum í fangaskiptum bandarískra og íranskra yfirvalda í gær. Þrír bandarísku fanganna bandarísku eru lenti í Genf í Sviss, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian sem starfar fyrir Washington Post. Fjórði fanginn er enn í Teheran.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að Bandaríkin myndu endurgreiða Írönum 400 milljóna dollara auk vaxta í skuld sem er frá því fyrir íslömsku byltinguna í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert