Myrti fyrst bræður sína

Árásin átti sér stað í La Loche Community school skólanum.
Árásin átti sér stað í La Loche Community school skólanum. Mynd/La Loche Community School

Morðinginn sem skaut fjóra til bana og særði nokkra í bænum La Loche í Kanada er í haldi lögreglu. Hann skaut fyrst tvo bræður sína til bana á heimili þeirra og fór þaðan í skóla í nágrenninu þar sem hann skaut tvær ungar konur til bana.

Árásin í La Loche, afskekktri byggð frumbyggja í Saskatchewan héraði er sú alvarlegasta í Kanada í rúman aldarfjórðung.

„Vitaskuld er þetta versta martröð allra foreldra“, segir forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau. Hann hélt blaðamannafund vegna árásarinnar í Davos í Sviss seint í gærkvöldi þar sem hann tekur þátt í heimsviðskiptaráðstefnunni. 

Trudeau sagði á blaðamannafundinum að fimm hefðu látist í árásinni og að tveir væru lífshættulega slasaðir en talskona lögreglunnar í Kanada greindi síðar frá því að fjórir hefðu látist en ekki fimm. Ekki hefur verið greint frá því hversu margir særðust í árásinni.

Trudeau segir að allir Kanadamenn standi með La Loche samfélaginu og öllum íbúum  Saskatchewan á þessum skelfilega degi.

Nemandi við skólann í La Loche segir að þau hafi heyrst sex eða sjö skot um klukkan 13 (klukkan 19 að íslenskum tíma). Nokkur vitni hafa greint frá því að þau hafi séð pilt sem annað hvort var nemandi eða fyrrverandi nemandi við skólann koma þangað og skjóta úr byssu inni í skólanum. 

„Ég hljóp út úr skólanum,“ segir Noel Desjarlais, nemandi við skólann í viðtali við CBC sjónvarpsstöðina. Hann segir að margir hafi öskrað og síðan hafi hann heyrt sex eða sjö skot áður en honum tókst að komast út. „Ég held að það hafi verið skotið fleiri skotum eftir að ég komst út.“

Dóttir bæjarstjórans meðal fórnarlambanna

Starfandi bæjarstjóri í La Loche, Kevin Janvier, sagði í samtali við AP fréttastofuna að dóttir hans, Marie 23 ára kennari við skólann, hafi verið skotin til bana. Hann hefur eftir lögreglu að ungi maðurinn hafi fyrst skotið bræður sína á heimili þeirra og síðan farið í skólann þar sem hann hélt skothríðinni áfram.

Fjölskylduvinur morðingjans segir í samtali við Reuters fréttastofuna að morðinginn sé unglingur og hann hafi skotið tvo yngri bræður sína til bana áður en hann fór í skólann og skaut kennara og aðstoðarstúlku hennar.

„Eftir að hann skaut tvo bræður sína, gekk hann aftur í skólann og hann skaut kennara og stúlku. Þær eru báðar dánar. Fjögur eru dáin,“ segir Joe Lemaigre, fjölskylduvinur sem býr í útjaðri La Loche.

„Ég þekki fjölskylduna. Mamma þeirra vinnur í Fort McMurray og afi hans fór til Meadow Lake að versla. Það var þá sem hann skaut þau (hér vísar hann til þeirra sem ungi maðurinn skaut til bana).“

Mikið atvinnuleysi og heimilisofbeldi tíðara en annars staðar í landinu

La Loche er 600 kílómetra norður af Saskatoon en alls búa um þrjú þúsund manns í bænum þar sem flestir íbúanna eru frumbyggjar. Atvinnuleysi er mikið í héraðinu eða um 20% og heimilisofbeldi miklu algengara þar en í öðrum héruðum Kanada. 

Árásin er mannskæðasta skotárásin í Kanada í 26 ár. 6. desember 1989 skaut 25 ára gamall maður 14 manns, þar af 10 námsstúlkur, til bana í  Polytechnic skólanum í Montreal. Skotárásir eru sjaldgæfar í Kanada ólíkt nágrannaríkinu Bandaríkjunum enda mun harðari reglur sem gilda um skotvopnaeign í Kanada en Bandaríkjunum.

Frétt mbl.is: Fimm látnir 

Justin Trudeau
Justin Trudeau Photo AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...