Fann brak við strönd Taílands

Maður drýpur höfði við minningarvegg um þá sem fórust með …
Maður drýpur höfði við minningarvegg um þá sem fórust með MH370. mbl.is/afp

Yfirvöld í Taílandi og Malasíu kanna nú hvort stórt stykki úr málmi sem fannst við suðurströnd Taílands gæti verið úr farþegavélinni MH370. Sjómaður fann stykkið á föstudaginn.

Leitað verður á svæðinu úr lofti á morgun. Brakið sem fannst á föstudaginn er hvítt og úr málmi. Það er á stærð við fullorðinn karlmann.

Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um hvort brakið gæti verið úr vélinni og hafa beðið fjölmiðla að vera ekki of vongóðir þar sem það gæti vakið ugg hjá fjölskyldum þeirra sem fórust í slysinu.

MH370 hvarf 8. mars árið 2014. Vélin var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert