Þór herjar á Noreg

Veðurstofa Noregs varar við ofsaveðri þar á morgun
Veðurstofa Noregs varar við ofsaveðri þar á morgun

Norðmenn búa sig undir fyrsta óveður ársins er stormurinn Þór herjar á landsmenn. Spáð er allt að 55 metrum á sekúndu þegar verst lætur annað kvöld. Spáð er 35-55 metrum á sekúndu, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins.

Fólk er varað við því að vera á ferðinni slíkur verður veðurofsinn síðdegis á morgun og annað kvöld. Óveðrið gengur yfir níu fylki Noregs og segja veðurfræðingar að óveður af þessari stærðargráðu séu sjaldgæf. 

Spáin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert