Niðurstaðan Assange í vil

Julian Assange
Julian Assange mbl.is/afp

Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað í máli Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og samkvæmt heimildum BBC er niðurstaðan Assange í vil. Greint verður frá niðurstöðu dómstólsins á morgun. 

Assange seg­ir að hann muni gefa sig fram við lög­reglu í Bretlandi á morg­un ef sér­stak­ur dóm­stóll á veg­um Sam­einuðu þjóðanna kemst að þeirri niður­stöðu að hon­um hafi ekki verið haldið með ólög­leg­um hætti.

Assange fékk hæli í sendi­ráði Ekvador í vest­ur­hluta Lund­úna í júní 2012 til þess að kom­ast hjá því að verða fram­seld­ur til Svíþjóðar en þar er hon­um gert að svara til saka vegna kæru um kyn­ferðis­legt of­beldi. Hann seg­ir kær­una ranga. Árið 2014 leitaði hann til SÞ þar sem hann taldi að hand­töku­skip­un­in væri geðþótta­ákvörðun.

Assange sagði á Twitter í nótt að hann myndi sætta sig við ákvörðun dóm­stóls­ins í máli sínu en hann von­ist til þess að verða frjáls maður dæmi hann í hon­um í hag. 

Dómurinn er skipaður hópi lög­spek­inga á veg­um SÞ (Work­ing Group on Arbitr­ary Detenti­on) sem hef­ur fengið gögn um mál Assange bæði frá yf­ir­völd­um í Bretlandi og Svíþjóð. Þrátt fyr­ir niður­stöðu dóm­stóls­ins geng­ur hann ekki fram­ar ákvörðun breskra og sænskra yf­ir­valda.

Assagne var fyrst hand­tek­inn í Lund­ún­um árið 2010 á grund­velli evr­ópskr­ar hand­töku­skip­un­ar á hend­ur hon­um sem sænsk yf­ir­völd gáfu út. Hon­um var veitt hæli í Ekvador og kom inn í sendi­ráð lands­ins í Knig­hts­bridge eft­ir að hæstirétt­ur Bret­lands úr­sk­urðaði að það mætti fram­selja hann til Svíþjóðar.

Upp­ljóstr­un­ar­sam­tök­in Wiki­leaks hafa birt leyniskjöl banda­rískra yf­ir­valda á net­inu og tel­ur Assange að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um fari fram á að hann verði fram­seld­ur þangað frá Svíþjóð ef hann kem­ur þangað til lands vegna kær­unn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert