Edgar Mitchell látinn, 45 árum eftir tunglför

Edgar D. Mitchell á yngri árum.
Edgar D. Mitchell á yngri árum. AFP

Tunglfarinn Edgar Mitchell lést í gær, 85 ára að aldri eftir skammvinn veikindi, nákvæmlega 45 árum eftir að hann varð sjötti maðurinn til að ganga á tunglinu. 

Mitchell lenti á yfirborði tunglsins á Apollo 14 árið 1971 ásamt Alan Shepard, fyrsta Bandaríkjamanninum til að fara í geimferð. Mithcell kom hingað til lands árið 1967 til að undirbúa sig fyrir tunglförina og var í hópi með Neil armstrong, Bill Anders og Harrison Schmitt.

Koma hópsins hingað til lands er eitt helsta viðfangsefni Könnunarsafnsins á Húsavík og á heimasíðu safnsins má finna tilvitnun í Mitchell um landið úr ævisögu hans.

„Ein eftirminnilegasta ferð mín var á eldvirkt og afskekkt svæði við Öskju á Íslandi í júlí 1967,“ skrifaði Schmitt.

„Svæðið er þekkt fyrir eldgíga sem kallaðir eru sigkatlar og hefur hrjóstugt landslag með svörtum eldfjallasandi sem og stórt vatn og hveri. Það var þokukenndur og dularfullur staður ólíkur nokkru því sem ég hafði séð á ferðum mínum. Og þar sem við vorum þar að sumri til virtist sem svo að sólin settist aldrei.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert