Tyrkir gætu opnað landamærin

Úr flóttamannabúðum í Bab al-Salama, nærri borginni Azaz í norðurhluta …
Úr flóttamannabúðum í Bab al-Salama, nærri borginni Azaz í norðurhluta Sýrlands. AFP

„Ef nauðsyn krefur,“ gætu Tyrkir hleypt inn þeim tugum þúsunda manna sem hafa flúið bardagana í Aleppo undanfarið, að sögn Recep Erdogan, forseta Tyrklands. Sýrlenski stjórnarherinn hefur með stuðningi Rússa stórhert umsvif sín þar og náð svæðum aftur á vald sitt.

Frétt mbl.is: Sýrlendingar streyma að landamærunum

„[Sýrlenska] stjórnin hefur lokað af hluta Aleppo... Tyrklandi er ógnað. Ef þeir koma að dyrum okkar og við eigum ekki annarra kosta völ höfum við og munum áfram hleypa bræðrum okkar inn,“ sagði Erdogan við fjölmiðla í gær.

Sýrlenskir stjórnarhermenn fagna sigri í Ratian, þorpi norðan við Aleppo.
Sýrlenskir stjórnarhermenn fagna sigri í Ratian, þorpi norðan við Aleppo. AFP

Ríkisstjóri Kilis-héraðs á landamærum Tyrklands og Sýrlands, Suleyman Tapsiz, sagði í dag að Tyrkir væru þegar að sinna 30-35.000 flóttamönnum sem hefðu safnast saman nærri sýrlensku borginni Azaz við landamærin á síðustu dögum. Von væri á 70.000 til viðbótar ef Rússar og stjórnarherinn héldu uppteknum hætti.

Tyrkir hafa tekið á móti milljónum Sýrlendinga síðan borgarastríðið hófst en landamærastöðvar eru nú flestar lokaðar nema í neyðartilfellum. Særðum hafi t.a.m. verið hleypt yfir landamærin til aðhlynningar á tyrkneskum spítölum að sögn heimildarmanns AFP á landamærunum.

Stjórnarhermenn í Ratian.
Stjórnarhermenn í Ratian. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert