Rubio reynir að snúa vörn í sókn

Marco Rubio reynir nú að snúa vörn í sókn eftir slæma útreið í kappræðum repúblikana á laugardag, þegar hann varð upp­vís að því að tönnlast í sífellu á sömu lín­un­um í svör­um sín­um.

Hinn ungi öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem hefur ört bætt við fylgi sitt í baráttunni um útnefningu flokksins til kosninga um forsetaembættið, reyndi endurkomu í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Sagði hann framboð sitt hafa safnað meiri pening á fyrstu klukkustund kappræðanna, einmitt þegar honum fipaðist, heldur en í nokkrum öðrum hingað til.

„Lát­um ekki blekkj­ast af þeim skáld­skap að Barack Obama viti ekki hvað hann er að gera. Hann veit ná­kvæm­lega hvað hann er að gera,“ sagði Ru­bio og endurtók svo þrisvar á meðan kappræðunum stóð.

„Hvað þessa fullyrðingu varðar, þá vona ég að þeir haldi áfram að sýna hana aftur og ég mun halda áfram að segja þetta því þetta er satt,“ sagði Rubio við ABC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert