Hótar að hætta að aðstoða Úkraínu

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hótað því að stöðva alla fjárhagsaðstoð til Úkraínu vegna þess hve hægt gengur að berjast gegn spillingu í landinu.

„Ef ekkert nýtt verður lagt fram til umbóta í landinu og til að berjast gegn spillingu, er erfitt að sjá hvernig aðstoð frá AGS getur haldið áfram með góðum árangri,“ sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Vandinn í Úkraínu hefur aukist eftir að Aivaras Abromavicius sagði af sér sem efnahagsráðherra landsins.

„Það er nauðsynlegt að leiðtogar Úkraínu leggi aftur áherslu á umbætur í landinu," sagði Lagarde. 

Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákveður að hætta fjárhagsaðstoðinni verða þær fjárhæðir sem áttu að renna til Úkraínu á næstu fjórum árum frystar. Heildarupphæðin nemur 17,5 milljörðum dollara en samningur þess efnis var gerður í mars í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert