Suu Kyi hótað lífláti

Aung San Suu Kyi
Aung San Suu Kyi AFP

Öryggisgæsla í kringum búrmaska stjórnmálamanninn Aung San Suu Kyi hefur verið aukin verulega eftir að henni bárust líflátshótanir á Facebook. 

Maður sem nefnist Ye Lwin Myint hótaði á Facebook að skjóta hvern þann sem reyni að breyta ákvæði stjórnarkrár landsins sem kemur í veg fyrir að umbótasinninn Suu Kyi geti boðið sig fram til forseta. Þrátt fyrir að hún sé ekki nafngreind í færslunni þá hefur Suu Kyi ekki farið leynt með löngun sína til þess að verða forseti Búrma. Flokkur hennar fékk loks að setjast á þing landsins í fyrra, fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu frá því herforingjastjórnin rændi völdum. 

Eitt af fyrstu verkefnum þingsins verður að kjósa nýjan forseta í stað Thein Sein, fyrrverandi hershöfðingja, sem lætur af embættinu í lok mars. Forsetinn á að fara fyrir nýrri ríkisstjórn en Suu Kyi getur ekki boðið sig fram vegna þess að í stjórnarskránni er kveðið á um að enginn megi gegna embættinu ef hann á maka eða barn með erlent ríkisfang. Talið er að herforingjastjórnin hafi sett ákvæðið í stjórnarskrána til að koma í veg fyrir forsetaframboð Suu Kyi sem á tvo breska syni.

Fyrsta lýðræðislega kjörna þingið í Búrma í rúma hálfa öld var sett 1. febrúar eftir stórsigur flokks Aung San Suu anna sem barist var um í kosningunum.

Herinn verður þó áfram valdamikill því samkvæmt stjórnarskrá landsins heldur hann fjórðungi sætanna á þinginu og stjórnar áfram innanríkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu. Lögreglan og áhrifamikil stofnun, sem hefur umsjón með almennu stjórnsýslunni í landinu, heyra undir innanríkisráðuneytið.

Stjórnmálaskýrendur segja að leiðtogar flokks Suu Kyi standi frammi fyrir mjög erfiðum úrlausnarefnum. Búrma er eitt af fátækustu löndum Suðaustur-Asíu eftir hálfrar aldar einræði herforingjastjórnar og embættismannakerfið er gegnsýrt af spillingu. Hörð átök geisa enn í landinu vegna uppreisnar þjóðarbrota, sem berjast fyrir auknum sjálfstjórnarréttindum, og nýju valdhafarnir þurfa að leysa vanda rohingja-múslíma sem hafa sætt miklum ofsóknum búddista.

Frá Búrma
Frá Búrma AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert