Segir Trump ekki vera kristinn

Páfi gagnrýnir Donald Trump.
Páfi gagnrýnir Donald Trump. AFP/Samsett mynd

Páfinn veltir fyrir sér hvort Donald Trump geti talist vera kristinn maður. Trump vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og gagnrýndi páfinn þetta. Sagði hann að manneskja sem hugsi aðeins um að byggja veggi en ekki um að byggja brýr sé ekki kristin.

Páfinn er í heimsókn í Mexíkóborg þessa dagana.

Trump hefur sjálfur vakið athygli á því að hann sé kristinnar trúar og sagði hann þessi orð páfans smánarleg. Trump hefur sagt að Mexíkó sendi nauðgara og glæpamenn til Bandaríkjanna.

Páfinn vildi ekki tjá sig um hvort Bandríkjamenn ættu að kjósa Trump. „Ég segi aðeins að þessi maður er ekki kristinn ef hann segir hluti sem þessa,“ sagði páfinn.

BBC greinir frá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert