Hermenn taki vopn sín heim

Ísraelskur hermaður við æfingar seint á síðasta ári.
Ísraelskur hermaður við æfingar seint á síðasta ári. AFP

Ísraelskum hermönnum hefur nú verið fyrirskipað að taka skotvopn sín með sér heim þegar þeir eru ekki á vakt. Á þetta, samkvæmt fréttaveitu AFP, að gera hermenn betur í stakk búna til að bregðast við árásum Palestínumanna.

Stjórnvöld í Ísrael komust að þessari ákvörðun eftir að Tuvia Weissman, 21 árs gamall hermaður, var stunginn til bana í matvöruverslun á Vesturbakkanum síðastliðinn fimmtudag.

Skömmu áður en Tuvia var myrtur spurði hann yfirmenn sína í hernum hvort hann mætti bera skotvopn sitt á sér utan vinnutíma til að tryggja eigið öryggi. Samkvæmt AFP var hermanninum hins vegar neitað um þetta og skildi hann því vopnið eftir á herstöðinni er hann fór í leyfi.

Yfirmaður Ísraelshers hefur nú gefið fyrirskipun um að „hermenn beri vopn sín jafnvel utan vinnu,“ en það hefur ekki verið leyft til þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert