Fundu líklegt brak úr MH370

Forsvarsmenn Malaysian Airlines segja fregnirnar af brakinu aðeins
Forsvarsmenn Malaysian Airlines segja fregnirnar af brakinu aðeins "vangaveltur". AFP

Flugvélabrak sem virðist vera úr flugvél af gerðinni Boeing 777 fannst við strönd Mósambík á dögunum. Grunur liggur á því að um sé að ræða brak úr MH370, flugvél Malaysian Airlines, sem hvarf sporlaust 8. mars 2014 með 239 manns um borð.

CNN segir frá þessu og vitnar í bandarískan embættismann. Þar segir að brakið sé á leið til Malasíu þar sem það verður rannsakað. Um er að ræða bút úr stéli flugvélarinnar.

Í frétt CNN er því jafnframt haldið fram að MH370 sé eina flugvélin af gerðinni Boeing 777 sem ekki er vitað um.

Malaysia Airlines hefur ekki viljað tjá sig um málið en kallaði þetta aðeins „vangaveltur“.

Lítið sem ekkert er vitað um afdrif MH370. Eina merkið um vél­ina sem fund­ist hef­ur er brak sem fannst í júlí á eyj­unni Reuni­on í Indlandshafi.

Mósambík er um 2.100 km vestan við Reunion og er eyjan Madagaskar þar á milli.

Hvarf MH370 er ein helsta ráðgáta flugsögunnar. Vélin fór af stað frá flugvellinum í Kuala Lumpur skömmu eftir miðnætti en hún var á leiðinni til Peking í Kína. Klukkan 1:19 eftir miðnætti ræddu flugstjórar vélarinnar við flugumferðarstjóra í Ho Chi Minh í Víetnman. Var það það síðasta sem heyrðist í flugstjórum vélarinnar.

Stuttu síðar misstu flugumferðarstjórar í Malasíu samband við vélina, einhversstaðar yfir sjónum á milli Malasíu og Víetnam.

Mósambík er um 2.100 km vestan við Reunion og er …
Mósambík er um 2.100 km vestan við Reunion og er eyjan Madagaskar þar á milli. Af Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert