Leitinni líklega hætt í sumar

Drengur tekur þátt í minningarathöfn um þá sem fórust með …
Drengur tekur þátt í minningarathöfn um þá sem fórust með vélinni í Kuala Lumpur í gær. AFP

Leitinni að flugvél Malaysian Airlines, MH370, sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum síðan, verður hætt í sumar ef vélin er þá enn ófundin. Yfirmaður leitarinnar greindi frá þessu í gær en þá voru tvö ár liðin síðan að flugvélin hvarf.

Vélarinnar hefur verið leitað á tæplega 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi og verður leitinni að öllum líkindum hætt í júlí.

Að sögn Martin Dolan, yfirmanns samgöngustofu Ástralíu er búið að leita á um 75% svæðisins. „Ef við finnum vélina ekki á þessu ákveðna svæði verður leitinni hætt,“ sagði Dolan í gær.

Ríkisstjórnir Malasíu, Kína og Ástralíu taka þátt í leitinni sem hefur kostað tæpa 100 milljónir dollara eða 1,3 milljarð íslenskra króna.

Í síðustu viku bárust fregnir af því að mögulegt brak úr vélinni hafi fundist við strendur Mósambík og á sunnudaginn við eyjuna Reunion og að sögn Dolan bendir það til þess að leitað sé á réttum stað. Brakið sem fannst í Mósambík hefur nú verið flutt til Ástralíu þar sem það verður rannsakað. Brakið á Reunion er þó enn þar og á eftir að vera flutt.

239 voru um borð MH370 þegar að hún hvarf.

Frétt NBC.

Brakið sem fannst í Mósambík og er mögulega úr MH370.
Brakið sem fannst í Mósambík og er mögulega úr MH370. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert