Baðst afsökunar rétt fyrir aftökuna

Coy Wesbrook
Coy Wesbrook Murderpedia

Coy Wesbrook, 58 ára, var tekinn af lífi í Texas í nótt en hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa skotið fimm til bana er hann gekk berserksgang árið 1997. Meðal fórnarlamba hans var fyrrverandi eiginkona hans.

Wesbrook, sem áður starfaði sem öryggisvörður, var tekinn af lífi með banvænni lyfjagjöf og úrskurðaður látinn klukkan 20:04 að staðartíma, klukkan 2:04 í nótt að íslenskum tíma.

Hann er áttundi fanginn sem er tekinn af lífi í Bandaríkjunum í ár og um leið sá fjórði sem er tekinn af lífi í Texas.

„Fyrst af öllu vil ég biðjast afsökunar á þeim kvölum sem ég hef valdið ykkur. Mér þykir leitt að geta ekki tekið þetta aftur og ég vildi óska þess að staðan væri önnur,“ sagði Wesbrook skömmu fyrir aftökuna. „Ég veit að það erfitt fyrir ykkur að ímynda ykkur hvað gerðist þetta kvöld. Ég ekki afturkallað það sem ég gerði, sama hversu mikið ég óska þess.“

Í nóvember 1997 fór Wesbrook að hitta fyrrverandi eiginkonu sína sem hafði boðið honum til sín. Hann hélt að þau væru jafnvel að taka saman aftur en þegar hann kom á staðinn var hún þar með nokkrum körlum og konum í brjáluðu kynlífs- og drykkjupartíi. 

Wesbrook segir að reiðin hafi magnast innra með honum þegar leið á kvöldið og honum hafi fundist hann niðurlægður þegar fyrrverandi eiginkona hans hafði kynmök með tveimur mannanna í partíinu.

Algjörlega brjálaður af reiði fór Wesbrook, sem er með lága greindarvísitölu, og sótti riffil og skaut fólkið í partíinu. Þar á meðal fyrrverandi eiginkonu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert