Fjöldi látinna kominn í 21

Gert að sárum farþega í Maelbeek-lestarstöðinni í Brussel.
Gert að sárum farþega í Maelbeek-lestarstöðinni í Brussel. AFP

Fjöldi látinna í hryðjuverkaárásunum í Belgíu er kominn í 21. Þetta er staðfest af slökkviliði Belgíu. Þar af 13 á Zaventem-flugvellinum í Brussel en hinir í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Tugir særðust. Saksóknarar í málinu hafa staðfest að sprengingarnar á flugvellinum hafi verið sjálfsvígsárás.

Búið er að loka neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar eftir að sprengja sprakk á einni stöð fyrir skömmu skammt frá skrifstofum Evrópusambandsins.

Sprengjan sprakk a neðanjarðarlestarstöðinni skömmu eftir átta að íslenskum tíma á Maaleek stöðinni. Sjónvarpsmyndir sýna svartan reyk koma frá stöðinni. Vitað er að nokkrir særðust en ekki hefur verið tilkynnt um að árásin þar hafi verið mannskæð.

Óstaðfestar heimildir Telegraph herma að önnur sprengja hafi sprungið á Schuman lestarstöðinni í Brussel en það hefur ekki verið staðfest. 

Belgísk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig í landinu upp á hæsta stig og búið er að loka flugvellinum en svo virðist sem önnur sprengjan hafi sprungið á svæði American Airlines flugfélagsins í brottfararsal flugvallarins. Hin virðist hafa sprungið skammt frá innganginum.

Belgíska sjónvarpsstöðin VRT greinir frá því að sprengingarnar á flugvellinum hafi verið sjálfsvígsárásir. Þetta er óstaðfest eins og flest annað sem fram kemur í fjölmiðlum á þessari stundu enda ríkir algjör ringulreið í borginni þessa stundina og minnir um margt á ástandið föstudagskvöldið 13. nóvember í fyrra þegar liðsmenn Ríkis íslams gerðu nokkrar árásir í París á sama tíma. Það kvöld létust 130 og 350 særðust.

AFP

Yfirvöld í Belgíu biðja almenning um að halda sig heima og forðast fjölfarna staði. Eins og áður sagði er búið að loka flugvellinum, lestarstöðvum og nú hefur söfnum í borginni og nágrenni verið lokað.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert