Orðrómur vekur falskar vonir

AFP

Vongóðir flóttamenn streymdu í yfirfullar Idomeni flóttamannabúðirnar í Grikklandi við landamæri Makedóníu í dag en orðrómur hafði farið af stað um að neyða ætti Makedóníu að hleypa flótta- og farandfólki yfir landamærin.

AFP

Þetta gerist á sama tíma og grísk yfirvöld berjast við að rýma búðirnar en yfir 11.600 manns eru búðunum en þar býr fólk við skelfilegar aðstæður og stendur til að reyna að flytja fólkið þaðan yfir í aðrar búðir í Grikklandi þar sem aðstæður eru skárri. En margir vilja ekki fara því þeir vonast til þess að leiðin verði fær um Balkanskagann á ný eftir að landamærunum var lokað fyrr í mánuðinum.

AFP

Hundruð bjartsýnna flóttamanna hefur komið saman á járnbrautarteinunum í Idomeni og við gaddavírsgirðinguna á landamærunum, syngjandi og bíða. Á sama tíma fjölgar í liði óeirðarlögreglunnar sem bíður átekta eftir því sem verða vill.

AFP

Ungur sýrlenskur flóttamaður sagði grískri fréttastofu að orðrómur væri um að alþjóðlegir blaðamenn og starfsmenn Rauða krossins ætluðu að aðstoða þá við að komast yfir landamærin til Makedóníu. Hann segir að talað væri um að 500 blaðamenn alls staðar úr heiminum og starfsmenn Rauða krossins ætluðu að taka þátt í aðgerðunum með flóttafólkinu. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert