Viðskiptavinir sæta refsiaðgerðum

Skrifstofur Mossack Fonseca í Panama.
Skrifstofur Mossack Fonseca í Panama. AFP

Rúmlega þrjátíu viðskiptavinir lögfræðistofunnar Mossack Fonseca sæta alþjóðlegum refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Þetta eru meðal annars fyrirtæki sem staðsett eru í Íran, Simbabve og Norður-Kóreu. Eitt þeirra tengist kjarnorkuáætlunum í N-Kóreu.

Þetta kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu en þar er einnig að finna upplýsingar um félagið Wintris sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Sumir viðskiptavinirnir gerðu samninga við Mossack Fonseca áður en þau voru beitt alþjóðlegum refsiaðgerðum. Ímörgum tilvikum hélt fyrirtækið þó áfram að þjónusta þá eftir að þau voru komin á svartan lista.

DBC Finance var stofnað árið 2006. Eigendur þess og framkvæmdastjórn eru í Norður-Kóreu. Það varð síðar meðal þeirra fyrirtækja sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna þar sem grunur leikur á að það hafi komið að fjármögnun kjarorkuvopna. BBC fjallar um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert