Skellir 12 ára stúlku í jörðina

Hér má sjá stúlkuna í jörðinni.
Hér má sjá stúlkuna í jörðinni. Skjáskot af YouTube.

Lögregla í Texas í Bandaríkjunum og skólayfirvöld rannsaka nú myndskeið sem talið er að sýni lögreglumann skella tólf ára stúlku í jörðina. Lögreglumaðurinn hefur verið sendur í leyfi vegna málsins.

Myndskeiðið er að finna neðst í fréttinni. Varað er við því að myndskeiðið geti vakið óhug. 

Á myndskeiðinu má heyra bekkjarfélaga stúlkunnar kalla og hlægja. Stúlkunni er skellt í jörðina, hún handtekin og því næst leidd í burtu af lögreglu. Stúlkan hefur sjálf sagt í samtali við fjölmiðla að börnin hafi talið að slagsmál á milli hennar og annarrar stúlku væru í uppsigi.

Atvikið gerðist í síðasta málinu og hefur myndskeiðið farið eins og eldur í sinu um netið eftir að því var deilt á bloggsíðu. Móðir stúlkunnar sagði í samtali við fjölmiðla að það mætti heyra þegar hún skellur í jörðina. „Og það er ekkert nema steinsteypa,“ sagði hún.

Tæplega 31 þúsund lögreglumenn eru við störf í grunnskólum í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert