Eldflaugaskot misheppnaðist á afmæli

Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa verið tíðar upp á síðkastið.
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa verið tíðar upp á síðkastið. AFP

Eldflaugaskot Norður-Kóreu missheppnaðist í nótt á afmælisdegi leiðtogans fyrrverandi Kim Il-Sung.

Talið er að um miðdræga Musudan-eldflaug hafi verið að ræða.

Hún hvarf af ratsjá nokkrum sekúndum eftir að henni var skotið á loft og líklegt er að hún hafi sprungið er hún var á flugi.

Undanfarna daga höfðu borist fregnir af því að Norður-Kórea væri að undirbúa fyrsta tilraunaskotið á Musudan-eldflauginni, sem talið er að geti náð til bækistöðva Bandaríkjahers á eyjunni Guam.

Bæði bandaríski og suður-kóreski herinn fylgdust með eldflaugaskotinu.

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Kim Il-Sun, afi núverandi leiðtoga Norður-Kóreu Kim Jong-Un, fæddist þennan dag árið 1912. Þetta er frídagur í Norður-Kóreu en oft á tíðum er sýnt fram á styrk hersins á dögum sem þessum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert