Mörg þúsund vilja borða nakin

Gestir geta valið hvort þeir kjósi að borða naktir eða …
Gestir geta valið hvort þeir kjósi að borða naktir eða í fötum en allir farsímar eru bannaðir. Þá eru kertaljós notuð til að lýsa upp rýmið. AFP

Þrjátíu þúsund manns hafa skráð sig á biðlista eftir borði á veitingastaðnum The Bunyadi þar sem gestir geta setið naktir til borðs. Veitingastaðurinn verður í London í Bretlandi í þrjá mánuði í sumar. Ekki er víst að allir komist að því staðurinn rúmar aðeins 42 gesti í senn.

Gestir geta valið hvort þeir kjósi að borða naktir eða í fötum en allir farsímar eru bannaðir. Þá eru kertaljós notuð til að lýsa upp rýmið.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað boðið verður upp á á staðnum en maturinn verður borinn fram á handgerðu leirtaui úr leir. Staðnum verður skipt í tvö rými, annars vegar fyrir þá gesti sem kjósa að borða naktir og hins vegar gesti sem vilja vera í fötum.

Umfjöllun Indepedent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert